Daladraumur Hjól og kajak

55.000 kr.77.000 kr.

Tvær nætur í tjaldi
23.-25. júní

Í þessari mögnuðu Jónsmessuferð blöndum við þrenns konar hreyfingu saman. Við hjólum á fjallahjólum, róum á kajökum og göngum upp á fjall. Að auki er líklegt að við þurfum eitthvað að busla í þeim vötnum sem á vegi okkar verða og að sjálfsögðu þarf líka að velta sér upp úr kyngimagnaðri Jónsmessudögginni!

Svona ferðir þar sem fjölbreyttri hreyfingu er blandað saman, eru í algjöru uppáhaldi hjá okkur í Útihreyfingunni. Við erum líka bara nokkuð góð í að skipuleggja slíkar fjölbragðaferðir, þó við segjum sjálf frá

Title

Go to Top