Hálfvættur 2024

161.100 kr.

Besta áskorun lífs þíns!

Athugið að æfingar fyrir Landvættaþrautirnar 2024 hefjast í nóvember 2023

Þjálfun og undirbúningur til að ljúka hálfum vegalengdum Landvættaáskorunarinnar.

Stórskemmtileg áskorun til að komast í gott form og þjálfa sig í alls konar útiíþróttum. Þetta er til dæmis heppilegur næsti áfangi fyrir þá sem hafa lokið Úti 101 námskeiðinu.

Vörðurnar á leiðinni eru fjórar.
Dagsetningar fyrir árið 2024 hafa ekki verið birtar en eru þessar fyrir árið 2023.

  • Fossavatnsgangan 15. apríl 2023
    25 km skíðaganga
  • Bláalónsþrautin 10. júní 2023
    30 km hjólreiðar
  • Þorvaldsdalsskokkið 1. júlí 2023
    16 km fjallahlaup
  • Urriðavatnssundið 22. júlí 2023
    1250 m vatnasund

Þátttakendur þurfa ekki að hafa grunn í skíðagöngu til að geta tekið þátt en allir þurfa að kunna að hjóla og synda

Title

Go to Top